20 Mars 2018 17:05

Karlmaður var í dag í Héraðsdómi Reykjaness úrskurðaður í fjögurra vikna áframhaldandi gæsluvarðhald, eða til 17. apríl, á grundvelli síbrota að kröfu Lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu. Maðurinn var handtekinn í lok febrúar í þágu rannsóknar lögreglu á innbrotum í umdæminu. Annar maður, sem var handtekinn af sama tilefni og gert að sæta vistun í úrræði á vegum barnaverndaryfirvalda, er laus úr haldi lögreglu.