4 Febrúar 2011 12:00

Þann 18. janúar síðastliðinn var rétt liðlega tvítugur maður handtekinn í Árbænum í kjölfar innbrots þar í heimahús. Hann var í kjölfarið úrskurðaður í gæsluvarðhald grunaður um aðild að fleiri innbrotum. Innbrotsþjófurinn, útlendingur sem kom hingað til lands þann 8. október 2010 sem ferðamaður, hefur viðurkennt þrjú innbrot í heimahús.  Hann hefur setið í gæsluvarðhaldi frá handtöku.

Tengsl milli hans og þeirra þriggja sem nú sitja í gæsluvarðhaldi og játað hafa um 70 innbrot á höfuðborgarsvæðinu hafa ekki verið staðfest. Útlendingastofnun fékk mál hans til meðferðar og kvað upp úrskurð um brottvísun hans úr landi. Innbrotsþjófurinn unir þeim úrskurði og mun því hverfa af landi brott að loknum málarekstri. Hann mun ekki eiga afturkvæmt til landsins næstu þrjú árin.