1 Mars 2018 17:03

Tveir karlar voru í gærkvöld í Héraðsdómi Reykjaness úrskurðaðir í einnar viku gæsluvarðhald, eða til 7. mars, á grundvelli rannsóknarhagsmuna að kröfu Lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu. Mennirnir voru handteknir í gærmorgun, grunaðir um innbrot í heimahús í Hafnarfirði í fyrradag.