2 September 2011 12:00

Brotist var inn í þrjá bíla í Reykjavík í gær og radarvara stolið úr þeim öllum. Tveir bílanna voru í Bryggjuhverfinu en sá þriðji í Grafarvogi. Þjófar reyndu líka að brjótast inn í bíl í Árbæ en til þeirra sást og voru þeir þá fljótir að láta sig hverfa.