11 Febrúar 2010 12:00

Brotist var inn í nokkra bíla í Reykjavík og Mosfellsbæ í gær og nótt en fjórar slíkar tilkynningar bárust lögreglunni. Úr einum þeirra var stolið fatnaði og veski sem í voru greiðslukort. Sem fyrr ítrekar lögreglan að verðmæti séu ekki skilin eftir í bílum. Sé það óumflýjanlegt er mikilvægt að slíkir hlutir séu ekki í augsýn.