27 Janúar 2010 12:00

Brotist var inn í allnokkra bíla í Reykjavík, Kópavogi og á Álftanesi í gær en sjö slíkar tilkynningar bárust lögreglunni. Þess má geta að GPS-tækjum var stolið úr tveimur þeirra en fjölda slíkra tækja hefur verið stolið úr bílum á höfuðborgarsvæðinu upp á síðkastið. Lögreglan ítrekar að verðmæti séu ekki skilin eftir í bílum. Sé það óumflýjanlegt er mikilvægt að slíkir hlutir séu ekki í augsýn.