22 Október 2009 12:00

Nokkuð var um innbrot í bíla í Reykjavík í gær en fimm slíkar tilkynningar bárust lögreglunni. Úr þeim var stolið ýmsum verðmætum, m.a. GPS-tæki en þjófar ásælast staðsetningartæki alveg sérstaklega eins lesa mátti um í tilkynningu frá lögreglunni í gær. Þar kom jafnframt fram að fjölda GPS-tækja hefur verið stolið úr bílum á höfuðborgarsvæðinu upp á síðkastið. Eigendur og umráðamenn ökutækja verða því að vera á varðbergi en besta ráðið gegn innbrotum í bíla er einfaldlega að skilja ekki eftir í þeim verðmæti.