27 Ágúst 2009 12:00

Mikið var um innbrot í bíla í Reykjavík í gær en átta slíkar tilkynningar bárust lögreglunni. Bílarnir voru staðsettir víðsvegar í borginni. Úr þeim var m.a. stolið fartölvu, Ipod, geislaspilara, myndavél og greiðslukortum. Lögreglan vill ítreka að verðmæti séu ekki skilin eftir í bílum. Sé það óumflýjanlegt er mikilvægt að slíkir hlutir séu ekki í augsýn.