17 Febrúar 2005 12:00
Í gær, miðvikudaginn 16. febrúar , var brotist inn í hús í Áslandshverfi í Hafnarfirði og stolið myndavélum og verðmætum tölvubúnaði. Þetta er fjórða innbrotið í heimahús sem verður í umdæmi lögreglunnar í Hafnarfirði síðan á föstudag. Tvö í Áslandshverfi og tvö í Garðabæ.
Öll eiga þau sér stað á dagtíma, þegar íbúar eru fjarverandi. Það eru tilmæli frá lögreglunni að nágrannavarsla verði efld. Þeir sem heima eru láti lögreglu vita ef þeir verða varir við óeðlilegar mannaferðir í íbúðarhverfum og komi upplýsingum til lögreglu um bíla og bílnúmer, sem þeir veita athygli og telja eitthvað óeðlilegt við, svo sem staðsetningar eða útlit.