30 September 2015 16:40

Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu rannsakar innbrot í Tölvuvirkni í Holtasmára í Kópavogi, en brotist var inn í verslunina í nótt og þaðan stolið tölvubúnaði. Tilkynning um málið barst lögreglu skömmu fyrir klukkan fimm í nótt (4.49), en þjófarnir fóru inn um aðalinngang eftir að hafa ekið lítilli, hvítri bifreið á útidyrahurð verslunarinnar. Þeir sem kunna að búa yfir upplýsingum um málið eru beðnir um að hafa samband við lögreglu í síma 444 1000. Upplýsingum má einnig koma á framfæri í tölvupósti á netfangið adalsteinna@lrh.is eða í einkaskilaboðum á fésbókarsíðu Lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu.