4 Júní 2020 16:10
Tveimur, nýjum bensínvespum af gerðinni Znen R8 var stolið í innbroti í Nítró Sport í Urðarhvarfi 4 í Kópavogi í gærkvöld eða nótt, en málið var tilkynnt til lögreglunnar í morgun. Önnur vespan er hvít, en hin rauð.
Þeir sem búa yfir vitneskju um málið, eða vita hvar vespurnar eru niðurkomnar, eru vinsamlegast beðnir um að hafa samband við lögregluna í síma 444 1000, en upplýsingum má einnig koma á framfæri í einkaskilaboðum á fésbókarsíðu Lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu.