4 Desember 2013 12:00

Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu hefur upplýst sex innbrot í heimahús í Kópavogi í síðustu viku. Karl um þrítugt var handtekinn í þágu rannsóknarinnar, en við húsleit á heimili hans fannst þýfi úr innbrotunum. Hinum stolnu munum hefur nú verið komið aftur í réttar hendur, en lögreglu tókst að endurheimta allt sem stolið var. Á meðal þess sem innbrotsþjófurinn tók voru fartölvur, myndavélar og skartgripir. Handtöku innbrotsþjófsins má ekki síst þakka árverkni ónefnds íbúa, en sá lét lögreglunni í té upplýsingar sem komu henni á sporið með fyrrgreindum árangri.