18 Apríl 2007 12:00

Brotist var inn á tvö heimili í Kópavogi í gær. Á öðrum staðnum stálu þjófarnir m.a. greiðslukorti og fartölvu en einskis var saknað á hinu heimilinu. Svo virðist sem þar hafi komið styggð að þjófunum. Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu leitar nú þjófanna. Í sama bæjarfélagi voru fjórir piltar á fjórtánda aldursári teknir fyrir þjófnað í matvöruverslun. Þeir voru færðir á lögreglustöð þar sem hringt var í foreldra þeirra. Piltarnir viðurkenndu verknaðinn. Í Hafnarfirði var tilkynnt um þjófnað á sígarettum en þar voru að verki tveir piltar, 16 og 17 ára.