10 Júlí 2017 14:24

Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu leitar innbrotsþjófa sem brutust inn í reiðhjólaverslunina Hvellur, Smiðjuvegi 30 í Kópavogi, um helgina, en málið var tilkynnt til lögreglu í morgun. Þjófarnir stálu m.a. nokkrum reiðhjólum af gerðinni Fuji Wendingo TVO, en samskonar reiðhjól má sjá á meðfylgjandi mynd. Þeir sem geta veitt upplýsingar um málið eru vinsamlegast beðnir um að hafa samband við lögreglu í síma 444 1000, en upplýsingum má einnig koma á framfæri í tölvupósti á netfangið adalsteinna@lrh.is eða í einkaskilaboðum á fésbókarsíðu Lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu.