3 September 2015 17:38

Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu hefur upplýst innbrot í skartgripaverslun í verslunarmiðstöðinni Firði í Hafnarfirði í byrjun síðasta mánaðar, en karl á fertugsaldri hefur játað á sig verknaðinn. Verðmæti þess sem stolið var hleypur á milljónum króna, en nú er unnið að því að endurheimta hina stolnu muni. Talið er að hluti þeirra hafi verið fluttur úr landi.