26 Desember 2019 16:12

Ekki kaupa köttinn í sekknum.

Nú í aðdraganda jóla var brotist inn í bílaþvottastöðina Löður við Fiskilóð í Reykjavík. Aðili hafði á brott með sér verðmætaskáp sem í var lausafé en auk þess var nokkur fjöldi af 12 skipta klippikortum. Lögreglan vill koma því á framfæri að klippikortin eru númeruð og hafa starfsmenn Löðurs yfirsýn yfir seld kort og óseld kort. Ef fólk vill ekki kaupa köttinn í sekknum er fólki bent á að versla aðeins slíkt kort beint af starfsfólki Löðurs. Öll kort á válistanum hafa verið gerð ógild.

Ef einhver kann að hafa upplýsingar um innbrotið eða verið boðin þvottakort frá Löðri til kaups, er viðkomandi beðinn um að senda lögreglu upplýsingar í netfangið 0234@lrh.is eða einkaskilaboð á fésbókarsíðu embættisins.