6 Desember 2002 12:00

Í tengslum við rannsókn á innbroti og þjófnaði er átti sér stað mánudaginn 2. desember síðastliðinn, var fimmtán ára piltur handtekinn á skólalóð í Hafnarfirði á leið úr skóla. Reyndist hann vera með eina Ecstasy töflu innanklæða og viðurkenndi sölu á tæplega þrjátíu slíkum töflum, þó ekki til skólafélaga sinna heldur til eldri einstaklinga.

Framhaldsrannsókn málsins leiddi til handtöku fjögurra fimmtán ára pilta sem allir eru í neyslu fíkniefna og hafa ítrekað komið við sögu lögreglu. Rannsóknin hefur og leitt til þess að fjögur innbrot hafa verið upplýst, þar af eitt í heimahús, auk nokkurra skemmdarverka sem piltar þessir hafa staðið að með einum eða öðrum hætti.

Rannsókn stendur enn yfir.