21 September 2006 12:00
Á síðasta sólarhring bárust lögreglunni í Reykjavík nokkrar tilkynningar vegna innbrota og skemmdarverka. Tölvubúnaði var stolið úr nýbyggingu og þá var farið inn í bílskúr en ekki liggur fyrir hvort einhverju var stolið þar. Einnig var brotist inn í félagsaðstöðu en þar voru ummerki eftir veggjakrotara.
Svipaðir kauðar léku flutningabifreið grátt en bílstjóri hennar ætlaði að freista þess að þvo krotið af. Annar bíleigandi varð fyrir því að óprúttnir aðilar köstuðu matvælum í bíl hans og sá þriðji kom að bíl sínum með brotna rúðu. Þar hafði einhver henti grjóti í bílinn með fyrrgreindum afleiðingum.