15 Janúar 2009 12:00

Sjö innbrot í bíla voru tilkynnt til lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu í gær en tölvum var stolið úr þremur þeirra. Tölvu var sömuleiðis stolið úr verslun í Kópavogi og í miðborginni gekk innbrotsþjófur í flasið á húsráðanda. Þjófurinn lagði á flótta en var handtekinn skömmu síðar. Unglingsstúlka var staðin að hnupli í verslunarmiðstöð og kona um fertugt var sömuleiðis gripin glóðvolg í áfengisverslun en þar hafði hún tekið áfengisflösku ófrjálsri hendi. Konan játaði brot sitt og viðurkenndi einnig að þetta væri ekki í fyrsta skipti sem hún stundaði þennan ljóta leik.