21 Nóvember 2006 12:00

Lögreglunni í Reykjavík bárust fjórar tilkynningar um innbrot í bíla í gær. Tveir bílanna voru í miðbænum, einn í austurbænum og einn í úthverfi. Geislaspilarar, geisladiskar og verkfæri voru meðal þess sem þjófarnir höfðu á brott með sér. Verkfærum var líka stolið úr nýbyggingu og matvæli hurfu úr bílskúr í vesturbænum. Þá var nokkru af tölvuleikjum stolið úr kjallaraherbergi í úthverfi. Sími var tekinn ófrjálsri hendi á skrifstofu í útjaðri borgarinnar og óprúttinn aðili stal eldsneyti á bensínstöð í austurbænum.