1 Nóvember 2006 12:00
Í gær voru fjögur innbrot í húsnæði og bíla tilkynnt til lögreglunnar í Reykjavík. Tölvubúnaði var stolið frá heilbrigðisstofnun og ljós hurfu úr nýbyggingu. Þá tóku þjófar iPod úr einum bíl og radarvara úr öðrum en bæði ökutækin voru staðsett í austurbænum.
Óprúttnir aðilar voru líka á ferðinni í úthverfum. Í sitthvorum enda borgarinnar voru bensínþjófar á kreiki en vart líður sú vika að ekki sé tilkynnt um fólk sem tekur eldsneyti á bíla og ekur síðan á brott án þess að greiða fyrir það. Þá var úlpu stolið úr verslun í miðbænum og í einni af matvöruverslunum borgarinnar gerðist fertugur karlmaður ansi stórtækur. Sá stal umtalsverðu magni af kjötvörum sem þó allar komust aftur til skila.