18 September 2015 14:55

Undanfarið hefur Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu fylgst sérstaklega með innbrotum og þjófnaði úr ökutækjum í Garðarbæ, en fyrir nokkru spannst umræða um að slíkt væri orðið nokkuð vandamál.
Skemmst er frá því að segja að undanfarið hafa lögreglu borist töluvert af tilkynningum um slík mál, oftar en ekki þar sem farið er inn í ólæst ökutæki, rótað í þeim, og mögulega einhverju stolið. Við viljum því nýta tækifærið og minna á:

1. Að eigendur ökutækja gangi tryggilega frá bílum sínum og læsi þeim.
2. Að verði fólk vart við grunsamlegar mannaferðir á þessu svæði, að láta lögreglu vita, td.gegnum netfangið abending@lrh.is eða einkaskilaboð á Facebooksíðu embættisins
3. Að fólk tilkynni slík mál til lögreglu, með því að koma á lögreglustöð eða fá lögreglu á vettvang með því að hringja í 112.