8 Nóvember 2006 12:00

Verkfærum var stolið í innbroti í nýbyggingu í einu af úthverfum borgarinnar í gær. Þá var reynt að brjótast inn á tveimur öðrum stöðum en þar höfðu þjófarnir ekki erindi sem erfiði en ollu þó einhverjum skemmdum. Í öðru þjófnaðarmáli fannst nokkuð af verkfærum við leit lögreglunnar en karlmaður á miðjum aldri var handtekinn vegna þessa.

Tilkynnt var um brotnar rúður í þremur bílum og sá fjórði var rispaður á báðum hliðum. Þá var nokkru af vélarhlutum stolið úr fimmta bílnum. Póstkassar fengu heldur ekki að vera í friði fyrir skemmdarvörgum og bíræfinn þjófur stal fartölvu frá ungum manni í söluturni í miðbænum.

Tvær matvöruverslanir tilkynntu þjófnað til lögreglunnar í Reykjavík í gær en í báðum tilfellum reyndist um fingralanga unglingspilta að ræða. Enn einn bensínþjófurinn var á kreiki í austurbænum og í úthverfi borgarinnar kveiktu pörupiltar í teppi í sameigin fjölbýlishúss. Slíkt er litið mjög alvarlegum augum en í þessu tilfelli fór betur en á horfðist.