2 Október 2006 12:00

Um helgina voru nokkur innbrot tilkynnt til lögreglunnar í Reykjavík. Í austurbænum fóru þjófar inn á þremur stöðum. Þeir stálu tölvu í fyrirtæki og leikjatölvu og tölvuleikjum í heimahúsi en ekki lá fyrir hverju var stolið á þriðja staðnum. Þá var brotist inn í bát við Ægisgarð og úr honum  var stolið lyfjum en auk þess voru unnar töluverðar skemmdir um borð.

Þá var tilkynnt um innbrot í þrjá bíla. Úr einum var stolið hljómflutningstækjum en tösku með peningum og greiðslukorti úr öðrum. Engu var stolið úr þriðja bílnum. Þá var liðlega fimmtugur karlmaður gripinn fyrir þjófnað á bensínstöð en hann var ölvaður. Þessa helgina voru jafnframt fjórir bensínþjófnaðir kærðir til lögreglunnar.