4 September 2006 12:00

Lögreglunni í Reykjavík bárust nokkrar tilkynningar um innbrot um helgina. Tölvu var stolið úr húsi í vesturbænum og annars staðar í borginni var tölvu stolið úr geymslu. Þá voru verkfæri tekin úr bílskúr og einnig var brotist inn í vinnuskúr en ekki lá fyrir hverju var stolið þaðan.

Fleiri þjófnaðarmál komu upp um helgina en því miður ber nokkuð á búðarhnupli í borginni. Slík mál koma til kasta lögreglunnar í nánast hverri viku. Þá er ótalið sérkennilegt þjófnaðarmál sem kom upp í fjölbýli á ónefndum stað í Reykjavík. Þar var kvenmannsnærbuxum stolið úr sameiginlegu þvottahúsi íbúanna. Atburður sem þessi mun hafa gerst þar áður.