10 Janúar 2007 12:00
Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu leggur mikla áherslu á að upplýsa öll þessi mál og hefur þegar sett í gang aðgerðir til að stöðva þessa hrinu. Ein af þeim aðgerðum er að upplýsa þá sem búa, starfa og dvelja á höfuðborgarsvæðinu um þessa stöðu mála og hvetja íbúa um leið til þess að huga að nokkrum þáttum til að draga úr hættu á innbrotum:- Gæta þess að geyma ekki verðmæti í bílum.- Huga að lýsingu óupplýstra svæða, einkum við atvinnuhúsnæði.- Gera viðeigandi ráðstafanir ef íbúðarhúsnæði er yfirgefið um lengri tíma, t.d. óska eftir því að nágrannar líti til með húsnæðinu o.fl.- Nánari upplýsingar um forvarnir vegna innbrota og þjófnaða má finna á lögregluvefnum með því að smella hér.
Einnig hvetur lögreglan á höfuðborgarsvæðinu þá sem búa yfir upplýsingum sem leitt geta til þess að mál upplýsist að koma þeim ábendingum á framfæri við lögregluna í síma 444-1000 (rannsóknardeild R-1, innbrot), með tölvupósti á netfangið upplysingar@lrh.is eða með öðrum hætti.Að síðustu hvetur lögreglan almenning til að gjalda varhug við kaupum á varningi sem mögulega gæti verið þýfi og koma upplýsingum um slíkt eða ef grunsemdir vakna um slíkt þegar á framfæri við lögreglu.
Greiningarskýrsla upplýsinga- og áætlanadeildar LRH.