14 Desember 2010 12:00

Undanfarnar fjórar vikur hefur verið brotist inn í ellefu heimahús í Hafnarfirði og Garðabæ. Langflest innbrotin hafa átt sér stað að degi til og fáein að kvöldlagi. Skartgripir eru meðal þess sem innbrotsþjófarnir hafa haft á brott með sér en líklegt verður að teljast að málin tengist. Ekki er ósennilegt að einhver hafi séð til þjófanna og því er ítrekað að fólk láti lögreglu vita um grunsamlegar mannaferðir og að það skrifi líka hjá sér, t.d. bílnúmer eða jafnvel lýsingar á fólki, ef eitthvað óvenjulegt á sér stað í nánasta umhverfi þess. Upplýsingar af þessu tagi geta reynst lögreglu mjög gagnlegar en þeim má koma á framfæri í síma 444-1000 eða með því að senda tölvupóst á netfangið abending@lrh.is