9 Febrúar 2011 12:00

Tveir karlar voru handteknir eftir innbrot á veitingastað í Reykjavík í nótt. Mennirnir, annar á fertugsaldri en hinn á fimmtugsaldri, voru stöðvaðir skammt frá vettvangi og fannst þýfið í bíl þeirra. Hinum stolnu munum var komið aftur í réttar hendur en innbrotsþjófarnir voru fluttir í fangageymslu. Þeir hafa áður komið við sögu hjá lögreglu.