10 Ágúst 2011 12:00

Innbrotsþjófar voru handteknir í austurborginni á öðrum tímanum í nótt. Um var að ræða tvo karla á þrítugsaldri sem höfðu látið greipar sópa í ónefndu fyrirtæki. Þjófarnir reyndu að komast undan en fótfráir lögreglumenn sáu við þeim.