8 Nóvember 2011 12:00

Þrír karlar á þrítugsaldri voru handteknir í Garðabæ í nótt en mennirnir höfðu brotist þar inn í fyrirtæki. Þeir voru stöðvaðir skammt frá brotavettvangi og fannst nokkuð af þýfi í bíl þeirra. Þjófarnir hafa áður komið við sögu hjá lögreglu.