27 Janúar 2011 12:00

Tveir innbrotsþjófar voru handteknir í Hafnarfirði í nótt. Þar höfðu þeir brotist inn í hús og tekið ýmsa muni ófrjálsri hendi. Þjófarnir, kona um tvítugt og karl á þrítugsaldri, voru stöðvaðir skammt frá vettvangi en hinir stolnu munir fundust í bílnum þeirra. Eftir yfirheyrslu var maðurinn færður í héraðsdóm og síðan í fangelsi. Hann hefur hafið afplánun vegna annarra mála en um er að ræða eftirstöðvar fangelsisvistar. Konan er hinsvegar enn í haldi lögreglunnar í tengslum við rannsókn hennar á öðru máli.