21 Október 2011 12:00

Þrír piltar á aldrinum 17-21 árs hafa viðurkennt að hafa brotist þrisvar sinnum inn í sömu verslunina á höfuðborgarsvæðinu og stolið tölvum og tölvubúnaði. Tekist hefur að endurheimta þýfið að stærstum hluta og hefur því verið komið aftur í réttar hendur.