8 Maí 2007 12:00

Sextán ára piltur var handtekinn í Grafarvogi í nótt en sá hafði brotist inn í fyrirtæki og stolið þar peningakassa, sígarettum og DVD myndum. Pilturinn komst ekki langt með stolnu munina og var stöðvaður skammt frá vettvangi. Í fyrirtækinu er öryggismyndavél og náðust greinargóðar myndir af innbrotinu. Í fórum piltsins fundust fleiri hlutir sem hann átti erfitt með að gera grein fyrir. Við frekari eftirgrennslan kom í ljós að í nótt var einnig brotist inn í bíl nærri áðurnefndu fyrirtæki og er pilturinn jafnframt grunaður um þann verknað.