6 Júlí 2011 12:00

Innbrotsþjófur var handtekinn í Kópavogi í gær. Um var að ræða pilt um tvítugt en kauði var staðinn að verki. Við frekari rannsókn kom í ljós að þjófurinn hafði einnig brotist inn á öðrum stað í bænum fyrr um daginn.