29 Maí 2003 12:00

„Innbrotum í umdæmi lögreglunnar í Bessastaðahreppi, Garðabæ og Hafnarfirði hefur fækkað um 13% á fyrstu fjórum mánuðum þessa árs miðað við sama tíma í fyrra, eða úr 81 í 71. Þjófnuðum hefur á sama tíma fækkað um 22% eða úr 264 í 206.

Flest innbrot í fyrra voru í bifreiðar, eða 42%, en hlutfallsleg fjölgun hefur orðið á slíkum inbrotum á þessu ári, er nú komin upp í 50%. Algengustu þjófnaðirnir eru úr bílum, 27%, og á reiðhjólum, 14%.

Reynslan hefur sýnt að innbrotum og þjófnuðum fjölgar yfir sumarmánuðina og vill lögregla því hvetja almenning til árvekni gagnvart eigum sínum og að tilkynna um grunsamlegar mannaferðir.“