2 Apríl 2012 12:00

Kona á þrítugsaldri varð fyrir því óláni að töskunni hennar var stolið á skemmtistaðnum Faktorý aðfaranótt laugardags. Í henni voru bæði sími og greiðslukort og tjónið því bagalegt. Verst af öllu er þó að í töskunni var jafnframt insúlíndæla sem konan þarf sárlega á að halda. Lögreglan skorar á þjófinn að skila insúlíndælunni enda afar hæpið að hún komi honum að einhverju gagni. Konan sem á dæluna og getur alls ekki án hennar verið yrði hins vegar mjög þakklát ef insúlíndælunni yrði skilað. Upplýsingum um málið má koma á framfæri í síma 444-1000 eða í tölvupósti á netfangið abending@lrh.is