6 Desember 2022 11:38

Ísilögð vötn, lækir og tjarnir hafa mikið aðdráttarafl, ekki síst fyrir börn. Því er mikilvægt að forráðamenn geri þeim grein fyrir hættunni sem þessu kann að fylgja, en það á ekki að fara út á ís nema að hann sé þykkur og haldi vel. Ef við sjáum einhvern á óöruggum ís skulum við alltaf láta vita.

Þess má geta að síðdegis í gær rötuðu ungir drengir í vandræði á Elliðavatni þegar ísinn brotnaði undan þeim. Þeir lentu í vatninu, en náðu að komast upp á eyju og voru síðan strandaglópar þar. Með aðstoð slökkviliðsins tókst síðan að koma drengjunum í land, en ekki er talið að þeim hafi orðið meint af volkinu. Í þetta sinn fór því betur en á horfðist.