13 Október 2022 08:46

Nú er ísing á vegum víða um Suðurland og eðlilega velta ökumenn því fyrir sér hvort þeim sé heimilt að setja nagladekk undir bílana sína.   Því er til að svara að enda þó almenna reglan sé að nagla megi ekki nota fyrr en eftir 31. október og fram til 15. apríl ár hver hvílir sú skylda á ökumanni að sjá til þess að bifreið sem hann ekur sé þannig búinn að hann sé öruggur í umferðinni eftir færð hverju sinni.   Lögreglan á Suðurlandi mun því ekki beita sektum þó svo ökutæki sé á negldum hjólbörðum það sem eftir lifir októbermánaðar.

Á heimasíðu samgöngustofu (hér) er að finna greinar um vetrarakstur og einnig eru gagnlegar síður hjá Félagi íslneskra bifreiðaeigenda um val á hjólbörðum og viðhald þeirra. (hér).   Við biðjum fólk að fara varlega í umferðinni, gæta þess að aka í samræmi við aðstæður hverju sinni og ekki gleyma að skafa af rúðum ökutækja þannig að útsýn sé ekki skert.