15 Október 2019 15:28

Frá því í vor hefur verið unnið að undirbúningi s.k. jafnlaunavottunar við embætti Lögreglustjórans á Suðurlandi.  Meginmarkmið jafnlaunavottunar er að vinna gegn kynbundnum launamun og stuðla að jafnrétti kynjanna á vinnumarkaði. Jafnlaunavottun var lögfest í júní 2017 með breytingu á lögum um jafna stöðu og jafnan rétt kvenna og karla.  Vottunin byggir á jafnlaunastaðli IST 85  Mikil vinna er að baki hennar og er stefnt að því að fyrstu úttekt ljúki á þessu ári en verði síðan gerð árlega eftir það.

Jafnlaunastefnu embættisins má sjá á vef lögreglunnar (hér)