31 Janúar 2023 14:34
Komið er að endurnýjun jafnlaunavottunar embættis Lögreglustjórans á Suðurlandi. Í tengslum við hana hefur jafnlaunastefna embættisins verið yfirfarin og endurbætt og gefin út á ný af yfirstjórn embættisins. Sem fyrr er meginmarkmið jafnlaunavottunar að vinna gegn kynbundnum launamun og stuðla að jafnrétti kynjanna á vinnumarkaði. Jafnlaunastjórnunarkerfið , sem unnið er eftir jafnlaunastaðli IST 85, hefur reynst verðmætt verkfæri við launasetningu starfsmanna og eykur á trúverðugleika þeirra ákvarðana sem teknar eru og tengjast launasetningu þeirra.
Jafnlaunastefnuna, sem samþykkt var 26. janúar 2023, má nálgast hér