3 Október 2008 12:00

Umferðaróhöppum þar sem slys hafa orðið á fólki hefur fækkað nokkuð á höfuðborgarsvæðinu eða um 15% síðastliðna sjö mánuði samanborið við sama tíma á síðasta ári, samkvæmt upplýsingum frá Umferðarstofu. Ef skoðaðir eru helstu slysastaðir höfuðborgarsvæðisins síðastliðið eitt og hálft ár má sjá að flest hafa þau orðið á gatnamótum Suðurlandsbrautar/Kringlumýrarbrautar og Laugavegs eða fjórtán talsins. Tíu slys hafa á sama tíma átt sér stað á gatnamótum Kringlumýrarbrautar og Bústaðavegar austan Bústaðavegsbrúar. Fjórtán slysahæstu staðir höfuðborgarsvæðisins eru sýndir í töflu hér að neðan. (Fjöldi slysa innan sviga.)

1

Gatnamót – Suðurlandsbraut / Kringlumýrarbraut / Laugavegur (14)

2

Gatnamót – Kringlumýrarbraut / Bústaðavegur (austan brúr) (10)

3

Vegkafli – Miklabr. milli fráreinar/aðreinar á Réttarholtsv.(eystri) að frárein/aðrein á Reykjanesbr. (vestari) (8)

4

Gatnamót – Miklabraut / Háaleitisbraut (7)

5

Gatnamót – Miklabraut / Kringlumýrarbraut (6)

6

Gatnamót – Grensásvegur / Miklabraut (6)

7

Gatnamót – Nýbýlavegur / Skemmuvegur – Svört gata / Dalvegur (6)

8

Gatnamót – Bústaðavegur / Reykjanesbraut (6)

9

Gatnamót – Breiðholtsbraut / Stekkjarbakki / Skógarsel (5)

10

Gatnamót – Kringlumýrarbraut / Listabraut (5)

11

Gatnamót – Fífuhvammsvegur / Dalvegur (milli Smáralindar og Smáratorgs) (5)

12

Gatnamót – Lyngháls / Stuðlaháls (5)

13

Gatnamót – Snorrabraut / Egilsgata (5)

14

Vegkafli – Miklabraut / Stakkahlíð / Kringlumýrarbraut (5)

Lögreglan hefur haldið uppi sérstöku eftirliti á þeim gatnamótum þar sem slysin hafa verið flest og á tímum þegar umferðarþunginn er hvað mestur. Markmið þess er að hvetja ökumenn til aukinnar  aðgæslu. Því mun haldið áfram. Þá hefur Vegagerðin og Reykjavíkurborg tekið þessa staði til skoðunar með úrræði í huga.