16 Október 2022 15:57

Lögreglan á Suðurlandi hefur ákveðið að loka tímabundið fyrir ferðir í íshella við Kötlujökul og vekur athygli á því sem fram kemur á síðu Veðustofu um aukna skjálftavirkni í Mýrdalsjökli. Hættulegt getur verið að vera á ferðinni vegna þessa ástands enda skammur viðbragðstími fyrir þann sem þar er á ferð ef hleypur úr katli. Þá þarf að gæta sérstaklega að mögulegri gasmengun, einkum í dældum og lokuðum rýmum eins og íshellum. Vandlega er fylgst með þróun þess sem þarna er að gerast nú og staðan endurmetin jöfnum höndum eftir því sem ástandið gefur tilefni til.