23 Desember 2004 12:00

Dregið úr réttum lausnum. Talið frá vinstri: Margrét Sæmundsdóttir hjá Umferðarstofu, Hildur Rún Björnsdóttir rannsóknarlögreglumaður, Eiður H. Eiðsson hverfislögreglumaður, Eiríkur Pétursson rannsóknarlögreglumaður, Árni Vigfússon aðstoðaryfirlögregluþjónn, Agnes Björnsdóttir skólastjóri Vogaskóla, Björk Jónsdóttir skólastjóri Brúarskóla og Sigurður Helgason sviðsstjóri hjá Umferðarstofu.

Dregið var úr réttum lausnum 16. desember fyrir sveitarfélögin á starfssvæði lögreglunnar í Reykjavík þ.e. í Reykjavík, Mosfellsbæ, Kjósarhreppi og á Seltjarnarnesi. Hildur Rún Björnsdóttir og Eiríkur Pétursson rannsóknarlögreglumenn í forvarna- og fræðsludeild lögreglunnar í Reykjavík höfðu umsjón með jólagetrauninni f.h. lögreglunnar. Markmið getraunarinnar er að rifja upp mikilvæg umferðaratriði s.s. notkun öryggisbúnaðar.

Skil á svörum var góð í ár, eins og undanfarin ár voru 300 réttar lausnir dregnar út. Í verðlaun eru áritaðar bækur sem bornar verða út til hinna heppnu vinningshafa af lögreglu fyrir jólin. Hægt er að finna réttu lausnirnar á vef Umferðarstofu www.us.is (undir umferðarfræðsla).

Að þessu sinni drógu Agnes Björnsdóttir skólastjóri Vogaskóla og Björk Jónsdóttir skólastjóri Brúarskóla úr réttum lausnum. Meðal viðstaddra voru starfsmenn frá Umferðarstofu og forvarna- og fræðsludeild lögreglunnar í Reykjavík.

Lögreglan í Reykjavík vill koma á framfæri sérstöku þakklæti til allra barnanna sem tóku þátt og til foreldra og skóla sem aðstoðuðu þau við að koma úrlausnunum til skila.

Forvarna- og fræðsludeild