12 Desember 2005 12:00

Hin árlega jólagetraun, samstarfsverkefni Umferðarstofu, Sveitarfélaganna og lögreglunnar er í fullum gangi þessa dagana. Getraunin er ætluð börnum í 1.-5. bekk grunnskólana. Eins og undanfarin ár verða dregnar út um 300 bækur hjá lögreglunni í Reykjavík.  Verðlaunin að þessu sinni  er sagan af Nonna og Manna, Silungsveiðin,  í endursögn Brynhildar Pétursdóttur. Þær bækur sem fara til barna í Reykjavík voru áritaðar í morgun á lögreglustöðinni við Hverfisgötu af Borgarstjóranum í Reykjavík frú Steinunni Valdísi Óskarsdóttir og Lögreglustjóra í Reykjavík herra Böðvari Bragasyni.

Stella Mjöll Aðalsteisdóttir, Steinunn Valdís Óskarsdóttir, Böðvar Bragason

og Hildur Rún Björnsdóttir