18 Desember 2002 12:00

Hér er má sjá nokkrar skemmtilegar myndir sem teiknaðar voru á svarseðlum sem bárust vegna jólagetraunar.

                          

Jólagetraun Umferðarstofu um umferðarmál er árviss viðburður á aðventunni. Getraunin er samstarfsverkefni Umferðarstofu, lögreglu og sveitarfélaga. Viðtakendur getraunarinnar eru nemendur í 1.-5. bekk grunnskóla.

Dregið úr réttum lausnum. Talið frá vinstri. Böðvar Bragason lögreglustjóri í Reykjavík og Ingimundur Einarsson varalögreglustjóri, Sigríður Heiða Bragadóttir, aðstoðarskólastjóri Ölduselsskóla, Erna Sigfúsdóttir lögreglufulltrúi frá ríkislögreglustjóra og Einar Hólm Ólafsson, skólastjóri Öskjuhlíðarskóla

Dregið var úr réttum lausnum 12. desember fyrir sveitarfélögin á starfssvæði lögreglunnar í Reykjavík þ.e. í Reykjavík, Mosfellsbæ, Kjósarhreppi og á Seltjarnarnesi.

Skil á svörum var góð í ár og eins og undanfarin ár voru 300 réttar lausnir dregnar út.

Í verðlaun eru áritaðar bækur sem bornar verða út til hinna heppnu vinningshafa af lögreglu fyrir jólin. Eftir 16. desember er hægt að finna réttu lausnirnar á vef Umferðarstofu

Að þessu sinni drógu Sigríður Heiða Bragadóttir, aðstoðarskólastjóri Ölduselsskóla og Einar Hólm Ólafsson, skólastjóri Öskjuhlíðarskóla úr réttum lausnum. Meðal viðstaddra voru lögreglustjórinn í Reykjavík, lögreglufulltrúi frá ríkislögreglustjóra, fulltrúi frá Reykjavíkurborg, starfsmenn frá Umferðarstofu og forvarna- og fræðsludeildar lögreglunnar í Reykjavík. Gaman var að sjá vinnuna sem sum börnin lögðu í svarseðlana en þá prýddu margar fallegar myndir og verður hægt að sjá sýnishorn af myndum á vef lögreglunnar

Lögreglan í Reykjavík.

Forvarna- og fræðsludeild