20 Desember 2011 12:00

Brotist var inn í tvo bíla í Reykjavík í gær en jólagjöfum var stolið úr öðrum þeirra. Sem fyrr varar lögreglan eigendur og umráðamenn ökutækja við því að skilja verðmæti eftir í bílum.  Sé það óumflýjanlegt er mikilvægt að slíkir hlutir séu ekki í augsýn. Sömuleiðis er rétt að benda á mikilvægi þess að skilja bíla frekar eftir á upplýstum bílastæðum, ef þess er nokkur kostur. Þjófum finnst nefnilega fátt betra en að athafna sig í myrkrinu þar sem ekki sést til þeirra.