21 Desember 2007 12:00
Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu sendir landsmönnum bestu óskir um gleðileg jól og farsælt komandi ár. Fyrsta starfsár hins nýja embættis hefur verið viðburðaríkt enda verkefnin fjölbreytt. Líkt og undanfarin ár efndi lögreglan og Umferðarstofa til jólagetraunar á meðal grunnskólabarna. Vinningshafar voru dregnir út fyrr í mánuðinum en hinir heppnu fá að launum ævintýrabókina Blái hnötturinn eftir Andra Snæ Magnason. Lögreglumenn eru nú í óða önn að koma bókinni til skila en meðfylgjandi mynd var tekin þegar Valgarður Valgarðsson, aðalvarðstjóri á svæðisstöðinni í Garðabæ, færði Bryndísi Rósu eintak en hún svaraði öllum átta spurningunum um umferðarmál alveg hárrétt.