29 Ágúst 2007 12:00

Sautján ára stúlka lenti í umferðaróhappi í Kópavogi síðdegis í gær og stakk af frá vettvangi. Til hennar náðist skömmu síðar en stúlkan hefur aldrei öðlast ökuréttindi. Aðspurð um ökuferðina sagðist stúlkan hafa verið að skutla vinkonu sinni.  

Önnur stúlka, sem var líka að gera vinargreiða, kom við sögu hjá lögreglu á dögunum. Sú er aðeins 14 ára en stúlkan ók bíl foreldra sinna á bílskúrshurðina heima hjá þeim. Af því hlutust töluverðar skemmdir en upphaflegur tilgangur bílferðarinnar var að fara út í sjoppu. Þangað ætlaði stúlkan að aka nokkrum vinum sínum en enginn í hópnum nennti að ganga þá leiðina.