8 September 2006 12:00

Enn og aftur eru ökumenn kærulausir í umferðinni. Þetta sýnir sig glögglega þegar skoðuð eru umferðarlagabrot sem lögreglan í Reykjavík tekur á daglega. Í gær þurfti að hafa afskipti af mörgum ökumönnum fyrir ýmsar sakir.

Hraðakstur er viðvarandi vandamál eins og margoft hefur komið fram. Eins gengur sumum illa að temja sér aðrar einfaldar reglur. Þar er m.a. átti við það að nota bílbelti og að tala ekki í síma undir stýri nema að handfrjáls búnaður sé til staðar. 

Fleira má nefna í þessum efnum. Ökumenn þurfa t.d. að muna eftir því að virða alltaf stöðvunarskyldu. Þá er líka algjörlega óheimilt að aka gegn rauðu ljósi. Þetta er allt talið upp hér vegna þess að í gær brutu ökumenn öll þessi umferðarlög og raunar fleiri til.