27 Apríl 2010 12:00

Á annan tug ökumanna sem lögreglan á höfuðborgarsvæðinu stöðvaði í umdæminu um helgina höfðu ekki ökuskírteini meðferðis og einhverjir til viðbótar höfðu ekki hirt um að endurnýja það. Því miður er þetta kæruleysi ökumanna ekki nýtt af nálinni. Sem fyrr eru alltaf nokkrir sem aka sviptir en þrír ökumenn voru teknir fyrir þær sakir um helgina. Þá stöðvaði lögreglan för tveggja ökumanna á sama tímabili en þeir hafa aldrei öðlast ökuréttindi. Ekki þarf að fara mörgum orðum um slíkt ábyrgðarleysi.